ESB umsóknin mesti pólitíski afleikur sem um getur

Jón Bjarnason fyrrverandi sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra.

ESB umsókn ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur var mesti pólitíski afleikur sem um getur í íslenskri stjórnmálasögu. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Jóns Bjarnasonar fyrrverandi sjávar og landbúnaðarráðherra í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Hauks Haukssonar. Jón segir að strax í upphafi ríkisstjórnarsamstarfsins hafi hann gert öðrum í ríkisstjórninni grein fyrir að umsóknina myndi hann ekki samþykkja “ ég sagði að ég myndi fara að samþykktum þingsins að sjálfsögðu en standa fast á íslenskum hagsmunum, ég neitaði að samþykkja lög sem sneru að aðlögun landsins vegna umsóknarinnar og mér því hent úr ríkisstjórninni„,segir Jón. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

 

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila