ESB valtar yfir þjóðarvilja Breta um útgöngu úr sambandinu

Ráðabrugg í Brussel

Margir Bretar segja í dag: „No way Theresa May“ og horfa á hvernig Brexit draumurinn er að deyja. Búist er við að ESB keyri yfir Brexit eina ferðina enn á fundi í Brussel í dag sem sérstaklega er haldinn til að ræða Brexit-kreppu sambandsins. Emanuell Macron Frakklandsforseti mælir fyrir refsingum gagnvart Bretum ef þeir „hagi sér ekki eins og menn“. Sumir búrókratar hafa beðið Macron um að tala varlega svo samband ESB við Breta verði ekki eyðilagt til margra ára. Bretar eiga á hættu að verða fangar ESB í a.m.k. eitt ár ef hugmyndir ESB um eins árs frest verður boðskapur Theresu May til Breta í kvöld. Brexitsinnar Íhaldsflokksins segja ferð forsætisráðherra Breta til ESB í dag vera algjöra niðurlægingu fyrir brezku þjóðina og kalla May svikara. Mark Francois hjá Evrópska rannsóknarhópnum segir að „ekki sé hægt að halda Bretum sem föngum gegn vilja þeirra, slíkt skapar trójanskan hest í ESB sem mun vinna gegn öllum áætlunum ykkar um sambandsríkið“.

Ef eitthvert 27 aðildarríkja ESB beitir neitunarvaldi þannig að ekkert samkomulag næst á fundi ESB í kvöld, þá eiga Bretar að fara samningslausir úr Evrópusambandinu á föstudaginn kl 11. Það gæti hins vegar ýtt undir og flýtt samningaviðræðum Theresu May við Verkamannaflokkinn og að keyrt verði yfir Breta með nýjum meirihluta á  brezka þinginu um að samþykkja samning sem þingið hefur þegar fellt í þrígang. Tala sumir um að það muni þýða endalok brezku ríkisstjórnarinnar og að nýjar þingkosningar komi í kjölfarið. Þýddi það að Bretar neyddust til að taka þátt í kosningunum til ESB-þingsins í maí og er Nigel Farage þegar hafinn uppbyggingu nýs Brexit-flokks sem spáð er miklu fylgi ef til kemur.

Sjá nánar hér

Athugasemdir

athugasemdir

Deila