ESB vinnur með leynd að því að gera innflytjendasamning SÞ bindandi fyrir öll aðildarríkin

Skjáskot BBC. Utanríkisráðherra Ungverjalands Péter Szijjártó segir í tilkynningu að ESB hafi leyniáætlun um að gera innflytjendasamning SÞ bindandi fyrir öll aðildarríki ESB. Ungverska ríkisstjórnin mun gera allt sem í hennar valdi stendur til að stöðva þessa áætlun.

Ungverska ríkisstjórnin meinar að komist hafi upp um ”stærstu lygi Brussel fram að þessu”, þegar ungverska sjónvarpsstöðin M1 komst yfir gögn frá lagadeild framkvæmdarstjórnar ESB um afleiðingarnar af innflytjendasáttmála SÞ sem greitt var atkvæði um í lok fyrra árs. Utanríkisráðherra Ungverjalands segir að gögnin sýni að ESB vinni leynilega að því að gera samninginn bindandi fyrir öll aðildarríkin, þrátt fyrir að níu aðildaríki hafi ekki greitt samningnum atkvæði. þegar tekin var afstaða til samningsins var sagt að hann væri alls ekki bindandi en engu að síður vinnur ESB leynilega að því að gera samninginn bindandi fyrir ESB.

Á heimasíðu ungverska utannríkissráðuneytisins hvetur ríkisstjórn Ungverjalands Framkvæmdastjórn ESB til að hætta tafarlaust við þessar áætlanir og birta opinberlega öll gögn varðandi málið.
Það er ekki hægt að treysta einu einasta orði frá þessum stjórnmálamönnum sem sjá ekkert nema fólksinnflutning” segir Szijjártó. Í desember samþykktu mörg lönd samninginn en níu lönd neituðu að skrifa undir. Telja þau að samningurinn ógni þjóðaröryggi og muni leiða til enn frekari fjöldainnflutnings til Evrópu. Þrátt fyrir að samningurinn sé ekki sagður ”lagalega bindandi” þá er stendur yfir 40 sinnum ”Við skuldbindum okkur” í samningnum. Samningurinn er stjórnmálalega bindandi og leiðir til laga á sama hátt og aðrir fyrri alþjóðasamningar. Sjá nánar hér.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila