Fá auknar heimildir til framleiðslu á kalkþörungum

Umhverfisstofnun hefur veitt Íslenska kalkþörungafélaginu nýtt starfsleyfi til framleiðslu á allt að 85 þúsund tonnum af kalkþörungum. Áður hafði félagið fengið leyfi til framleiðslu á 35 þúsund tonnum en sótti um nýtt leyfi á þeim grundvelli að auka við framleiðslu sína. Félagið hafði áður kynnt áform sín fyrir Skipulagsstofnun sem leitaði umsagna hjá hagsmunaaðilum, með tilliti til mögulegra mengunarþátta og umhverfisáhrifa. Í mati Skipulagsstofnunar kom fram að ekki væri talið líklegt að framleiðsluaukningin hefði í för með sér slík umhverfisáhrif að það það hefði áhrif á leyfisveitingu og því var niðurstaðan sú að veita leyfið.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila