Fæðingarverkfall nýjasta vopn kvennabaráttunnar í loftlagsmálum

Skjáskot/BBC

Um sex tugir brezkra kvenna hafa sameinast í baráttu kvenna gegn loftslagsmálum með því að fara í fæðingarverkfall. Tvær konur úr hreyfingunni FæðingarVerkfallið -BirthStrike- útskýrðu í BBC hvers vegna þær neita að fæða börn. Blythe Pepino stofnandi hreyfingarinnar segist vera óttaslegin: “Plánetan okkar er á leiðinni í eins slags hrun. Ég er með manni og mundi gjarnan eignast barn með honum. Við erum mjög ástfangin og það virtist hið rétta að gera. En í fyrra las ég nýjustu skýrslu Sameinuðu Þjóðanna og loftslagsnefnd þeirra IPCC og þá rann upp fyrir mér hversu rangt það er að fæða börn í heimi sem er á barmi tortímingar. Núna leitum við eftir konum og körlum sem upplifa svipaðan hlut.” Alice Brown 24 ára gömul og meðlimur í Fæðingar verkfallinu segir: “Ég er niðurdregin á hverjum einasta degi vegna loftlagskreppunnar og ég þori ekki að leggja þá byrði á herðar neins barns. Ef til vill verða bara 10% eftir af náttúrinni þegar barnið mitt stækkar. Þetta er hrikalega hættulegt. Við erum þegar á krossgötum og ég sé engan öruggan heim fyrir börn. Ég upplifi það sem algjöra nauðsyn að ákveða að eignast ekki börn, þetta er enginn valkostur“.  Sjá nánar hér.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila