Fækkun sauðfjárbúa mun hafa víðtæk samfélagsleg áhrif

Haraldur Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Þórunn Egilsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins.

Fyrirhugaður niðurskurður í sauðfjárræktinni mun koma til með að hafa slík áhrif á bændastétt landsins að stöðu hennar auk annara stétta yrði ógnað. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Haraldar Benediktssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins og Þórunnar Egilsdóttur þingmanns Framsóknarflokksins í síðdegisútvarpinu í dag en þau voru gestir Magnúsar Þórs Hafsteinssonar. Þórunn bendir á að fækkunin muni einnig hafa áhrif langt út fyrir bændastéttina „ það segir sig bara sjálft því afleidd störf í landinu af sauðfjárbúskap eru á bilinu 10-12 þúsund þannig að þetta er ekkert bara einn og einn bóndi sem hættir heldur mun þetta hafa mun víðtækari áhrif á samfélagið, bæði störf, skólana og fyrirtæki„,segir Þórunn.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila