Færa sveppaframleiðsluferlið nær neytendum með nýjum veitingastað

Georg Ottósson framkvæmdastjóri Flúðasveppa.

Farmers Bistro sem opnaði nýlega á Flúðum og er veitingastaður í eigu Flúðasveppa byggir matseðilinn á heimaræktuðu hráefni og færir þannig framleiðsluferlið nær neytandanum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Georgs Ottóssonar framkvæmdastjóra Flúðasveppa í síðdegisútvarpinu á föstudag en hann var gestur Edithar Alvarsdóttur. Georg segir að ekki sé ætlunin með veitingasölunni að kynna eingöngu Flúðasveppi „ við erum líka með garðyrkju og ylræktarstöð, auk útiræktar og margar vörutegundir sem við rækum sjálf, þá langar okkur einnig að kynna Flúðir sem ræktunarstað, söguna, hvernig þetta varð allt til og þess háttar„,segir Georg. Hægt er að skoða heimasíðu veitingastaðarins með því að smella hér.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila