Færeyingar njóta mikillar velmegunar

Jens Guð bloggari.

Velmegun í Færeyjum í dag er afar mikil og til mars um það hafa aldrei færri innfæddir Færeyingar flust frá eyjunum og aldrei fleiri flust aftur til heimahagana. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Jens Guð bloggara í síðdegisútvarpinu í dag. Jens sem ferðast hefur ótal sinnum til Færeyja og hefur mikil tengsl við heimamenn segir færeyinga afar rólega og yfirvegaða, og segir Jens að þeir færeyingar sem ferðist til Íslands undrist oft hraðinn í íslensku samfélagi „ og þeir eru ekkert að stressa sig á tímanum sem gerir það að verkum að þeir eru frekar óstundvísir, tíminn skiptir þá litlu máli„,segir Jens. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila