Farið fram á gæsluvarðhald í vændismálinu

Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir parinu sem handtekið var í gær í tengslum við umfangsmikla vændisstarfsemi sem lögreglan hefur haft til rannsóknar að undanförnu. Eins og kunnugt er var fólkið handtekið í kjölfar húsleitar á þremur stöðum og þá hefur lögreglan til rannsóknar hvort þrjár konur sem voru á tveimur þessara staða séu fórnarlömb mansals en konurnar sem um ræðir eru af erlendu bergi brotnar. Þá telur lögreglan sig hafa áreiðanlegar upplýsingar um kaupendur vændis sem málinu tengjast. Lögregla vinnur nú að því að kortleggja umfang starfseminnar og hvort fleiri konur hafi mögulega verið vélaðar í vændi af fólkinu.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila