Fátækt er þrælahald nútímans

Sigurlaug Guðný Ingólfsdóttir formaður Kærleikssamtakanna.

Fátækt er þrælahald nútímans og það má auðveldlega sjá með því að horfa á sögu þrælahald fyrri tíma og hvernig þar var uppbyggt. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sigurlaugar Guðnýjar Ingólfsdóttur formanns Kærleikssamtakanna í síðdegisútvarpinu á föstudag en hún var gestur Edithar Alvarsdóttur. Sigurlaug sem þekkir fátækt af eigin raun segir nauðsynlegt að það verði viðhorfsbreyting í samfélaginu gagnvart fátækt, enda sé vandamálið ekki þeim einstaklingum sem glíma við fátækt um að kenna, það hafi hún sjálf komist að þegar hún fór að skoða eigin fátækt ofan í kjölinn “ þegar ég var búin að skoða það í svolítinn tíma þá áttaði ég mig á því að vandamálið væri ekki ég, ég er nógu greind til þess að geta framfleytt mér en samt tekst það ekki, þá þarf ég að skilja ástæðuna fyrir því af hverju ég næði ekki endum saman, maður fer að velta fyrir sér hvað sé svona mikið af, því það er ekki bara ég, heldur alltaf fleiri og fleiri, og það er það sem mér finnst vanta, þessi vitundarvakning á ástandinu„,segir Sigurlaug. Þáttinn má heyra í spilaranum hér að neðan.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila