„Fátæktin býr til öryrkja“

Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður Fjölskylduhjálpar Íslands.

Margir þeirra sem bankahrunið lék grátt hafa ekki enn náð sér á strik nærri tíu árum eftir hrun. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ásgerðar Jónu Flosadóttur formanns Fjölskylduhjálpar Íslands í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Hauks Haukssonar ásamt Þresti Ólafssyni hagfræðingi. Ásgerður segir þann hóp vera ósköp venjulegt fólk sem berst fyrir tilveru sinni á leigumarkaði „það fólk hefur ekki enn náð sér upp úr þessu og margir hafa endað sem öryrkjar, því það er auðvelt að búa til öryrkja vegna fátæktar og þetta hef ég sagt í mörg ár, gefum okkur einstæða móður sem sér ekki fram á að geta borgað reikningana, hún fer til læknis til þess að fá róandi lyf, hún dettur svo út af vinnumarkaði svo þróast þetta áfram og það endar með því að hún er orðin óvinnufær, það koma fram kvíðaraskanir og kvíðaköst, svona má lengi telja og viðkomandi endar á örorku„,segir Ásgerður.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila