„Fátæktin er heimatilbúinn vandi“

Jens G. Jensson fyrrverandi skipstjóri.

Fátæktin sem margir búa hér á Íslandi er ap mestu heimatilbúinn vandi sem samfélagslegar aðstæður hafa skapað. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Jens G. Jenssonar fyrrverandi skipstjóra í síðdegisútvarpinu á föstudag en hann var gestur Edithar Alvarsdóttur. Jens bendir á að margir samverkandi þættir valdi þeirri fátækt sem finnst á Íslandi og að sem dæmi um það megi benda á húsnæðismarkaðinn ” þar er gríðarleg fákeppni og það hefur myndast þarna aðall í þessu sem að hefur hreinlega náð völdum og það er langvarandi húsnæðisskortur“,segir Jens. Þá benti Jens á í þættinum á fjölmörg önnur atriði sem stuðla að fátækt að hans mati. Þáttin má heyra í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila