Fátækum eldri borgurum fjölgar stöðugt í Svíþjóð

Fátækum ellilífeyrisþegum fjölgar stöðugt í Svíþjóð. Þetta kemur fram í umfjöllun sænska sjónvarpsins um málefni ellilífeyrisþega. Í umfjölluninni kemur fram að samkvæmt greiningu sé komið í ljós að rúmlega fjórði hver ellilífeyrisþegi í norður Svíþjóð sé fátækur. Skilgreining á fátækt í greiningunni miðast við að mánaðartekur séu undir 9 þúsundum sænskra króna að meðaltali. Fram kemur að þróun fátæktar meðal eldri borgara hafi ágerst síðustu ár og er staðan svo alvarleg í sumum sveitarfélögum landsins að þar teljist nær 30% ellislífeyrisþega fátækir. Þá segir að margir þeirra eldri borgara sem falli undir skilgreininguna komist af með því að fá matargjafir frá ættingjum sínum.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila