Félags og efnahagsleg staða íslenskra háskólanema kynnt í nýrri skýrslu

Skýrsla um félags og efnahagslega stöðu íslenskra háskólanema hefur verið birt. EUROSTUDENT er evrópsk könnun á félags- og efnahagslegum þáttum sem snerta háskólanema. Mennta- og menningarmálaráðuneytið ákvað árið 2015 að taka þátt í könnuninni í fyrsta sinn og fól Maskínu framkvæmd EUROSTUDENT VI á Íslandi. Meðal þess sem fram kemur í skýrslunni er að háskólanemar telji að ófullnægjandi upplýsingagjöf til verðandi nemenda sé ein af helstu hindrunum nemenda sem ætli sér að taka þátt í námi erlendis. Lesa má skýrsluna með því að smella hér.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila