Félagsbústaðir veita örugga leigu en margt þarf að lagfæra

Þær Laufey Ólafsdóttir og Elsa Björk Harðardóttir sem báðar leigja húsnæði hjá Félagsbústöðum segja að þó það sé gott að hafa öruggt húsnæði með því að leigja í félagslega kerfinu þurfi þó að lagfæra ýmislegt. Laufey og Elsa sem voru gestir Sigurjóns M. Egilssonar og Gunnarss Smára Egilssonar í þættinum Annað Ísland í dag benda á að þetta eigi til dæmis við um viðhald félagslegra íbúða “ það þarf kannski að hringja í pípara þá þarftur að hafa samband við Félagsbústaði sem síðan hafa samband við píparann, og svo kannski gerist ekkert í langan tíma og þá þarftu aftur að hafa samband við Félagsbústaði, þetta eru of langar leiðir fyrir leigjendur, sem eru oftar en ekki vinnandi fólk sem jafnvel getur ekki hringt á þeim tíma sem síminn er opinn hjá Félagsbústöðum„,segja Laufey og Elsa. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila