Félagsdómur dæmdi Eflingu í vil

Félagsdómur kvað upp úrskurð fyrir stundu í máli Samtaka atvinnulífsins gegn stéttarfélaginu Eflingu vegna kosninga til verkfallsboðunar. Í úrskurði Félagsdóms var kröfum SA hafnað og því getur verkfall sem Efling stendur að hafist á morgun. Forsvarsmenn Eflingar voru að vonum ánægðir með niðurstöðuna og segja að með félagsdómi hafi lýðræðislegur réttur vinnandi fólks verið staðfestur. Lögmaður Samtaka atvinnulífsins sagði hins vegar niðurstöðuna koma sér á óvart. Verkfall Eflingar sem nær til ræstingafólks hótela hefst að óbreyttu á morgun kl.10:00 og stendur til miðnættis sama dag.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila