Félagsmálaráðherra aflaði ekki nægilegra gagna í máli Braga Guðbrandssonar

Í skýrslu óháðrar nefndar sem skipuð var til þess að fara yfir mál sem sneru að Braga Guðbrandssyni þáverandi forstjóra barnaverndarstofu kemur fram að Félagsmálaráðuneytið hafi ekki aflað nægilegra gagna í máli Braga til þess að geta tekið afstöðu til þess hvort hefja ætti frekari rannsókn á embættisfærslum Braga.
Í skýrslunni segir að “ ráðuneytinu bar að afla frekariupplýsinga um þær til þess að það gæti tekið afstöðu til þess hvort tilefni væri að hefja frekari athugun á störfum forstjórans hjá Barnaverndarstofu og þá eftir atvikum hvort leggja ætti málið í formlegan farveg samkvæmt lögum nr. 70/1996, um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, eða taka ákvörðun um að aðhafast ekki frekar“.

Lesa má skýrsluna með því að smella hér.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila