Ferðamannastöðum í landi Reykjahlíðar mögulega lokað vegna ágangs

Umhverfisstofnun hefur kallað eftir umsögnum vegna mögulegrar lokunar á þremur þekktum ferðamannastöðum í landi Reykjahlíðar. Staðirnir sem um ræðir eru Víti við Kröflu, Leirhnjúkur og Hverir. Í erindi sem Umhverfisstofnun barst þar sem óskað var eftir lokuninni kemur fram að svæðin sem um ræðir hafa látið verulega á sjá vegna ágangs undanfarinna ára og að öryggi ferðamanna á umræddum stöðum sé stefnt í hættu við þá hveri sem séu á svæðinu. Búist er við að ákvörðun Umhverfisstofnunar um hvort svæðinu verði lokað fyrir umferð fljótlega eftir að farið hefur verið yfir þær umsagnir sem hafa borist.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila