Ferðamenn spyrja ferðaþjónustufólk hvernig hægt sé að búa við íslensk verðlag

Aðalsteinn Bergdal leikari.

Ferðamenn sem koma til Íslands hreinlega gapa af undrun yfir því háa verðlagi sem sé hér á landi. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Aðalsteins Bergdal leikara sem var gestur Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar í morgunútvarpinu í vikunni. Aðalsteinn sem undanfarin ár hefur unnið við ferðaþjónustu segir ferðamenn mikið ræða um það verðlag sem þeir séu afar undrandi á “ þeir spyrja hvernig sé hreinlega hægt að búa hérna, hvort Íslendingar séu svona hátt launaðir og hvort ferðamenn séu látnir greiða aukalega fyrir þær vörur sem þeir kaupi, þetta er mikið á milli tannana á ferðamönnum„,segir Aðalsteinn. Hann segir þó að þrátt fyrir þetta háa verðlag séu þeir ferðamenn sem hann hafi hitt séu afar ánægðir með dvölina hérlendis og hingað komi þeir helst til að sjá íslenska náttúru “ þeir til dæmis eru að sækja í það að sjá þessa miklu víðáttu og eru hissa á hvað útsýnið er mikið, þeir eru vanir því að tré skyggi á útsýni í sínum heimalöndum og í sumum löndum hafa menn ekki útsýni vegna mikillar mengunar„.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila