Ferðaþjónustan skapar auknar tekjur ótengdum greinum

olofyratladottir 002Ólöf Ýr Atladóttir ferðamálastjóri í samgönguráðuneytinu segir mikilvægt að hafa í huga að ferðaþjónustan kemur ekki einungis þeim sem starfa beint að ferðatengdri þjónustu til góða heldur skapi hún störf og betri lífskjör víða í samfélaginu. Ólöf sem var gestur Hauks Haukssonar í síðdegisútvarpinu í gær bendir á að t,d geti ferðaþjónustan skapað auknar tekjur í landbúnaði “ þeir sem eru í öðrum atvinnugreinum eins og landbúnaði geta skapað sér nýja tekjumöguleika sem gera það að verkum að þeir geta þá lifað betra lífi„,segir Ólöf.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila