Fíkniefnavandinn þyrfti ekki að vera jafn umfangsmikill og raun ber vitni

Snorri Magnússon formaður Landssambands lögreglumanna.

Fíkniefnavandinn á Íslandi þyrfti ekki að vera jafn umfangsmikill og hann er í dag með tilliti til legu landsins. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Snorra Magnússonar formanns Landssambands lögreglumanna í morgunútvarpinu í morgun en hann var gestur Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar. Snorri bendir á að Ísland sé í kjör aðstöðu til þess að halda fíkniefnainnflutningi í algjöru lágmarki eða jafnvel koma í veg fyrir hann“ en þá komum við enn og aftur að því að mannskapur hjá Tollstjóra og fleiri aðilum er engan vegin nægur til þess að sinna þeim verkefnum sem þeim stofnunum eru falin að lögum„,segir Snorri.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila