Fimm fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys á Snæfellsnesvegi

Fimm voru fluttir á sjúkrahús eftir harðan árekstur á Snæfellsnesvegi í morgun.  Loka þurfti veginum um tíma vegna slyssins en búið er að opna hann aftur. Blindhríð og erfið færð var á þeim slóðum þar sem slysið varð, en bílarnir sem rákust saman komu úr gagnstæðum áttum. Ekki liggja fyrir upplýsingar um líðan fólksins sem eru erlendir ferðamenn. Lögreglan rannsakar tildrög slyssins.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila