Fimm handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á Akureyri

Fimm menn voru í dag handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á Akureyri í dag. Mennirnir fimm sem handteknir voru eru grunaðir um að hafa svipt rúmlega þrítugan karlmann frelsi og beitt hann jafnframt mjög grófu ofbeldi. Þá voru gerðar húsleitir á nokkrum stöðum vegna málsins. Mennirnir fimm hafa allir áður komið við sögu lögreglu áður vegna ofbeldis og fíkniefnamála. Að sögn lögreglu er rannsókn málsins enn á frumstigi.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila