Fimmta viðræðufundi ríkja um stjórnun fiskveiða í Norður-Íshafi lokið

Þriggja og hálfs dags samningafundi ríkja um stjórnun fiskveiða í Norður-Íshafi sem haldinn var í Reykjavík, lauk í gær, 18. mars. Samkvæmt upplýsingum varð árangurinn af fundinum og liggja nú fyrir drög að samningi, þar sem ekki skilji mikið á milli aðila. Voru ríkin ásátt um að ljúka samningaviðræðum síðar á þessu ári. Þetta var fimmta lota viðræðnanna sem fram fór að þessu sinni í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Á fundinum voru mættir um 60 fulltrúar þeirra tíu aðila (Bandaríkjanna, Danmerkur f.h. Færeyja og Grænlands, Íslands, Japan, Kanada, Kína, Noregs, Rússlands, Suður-Kóreu og Evrópusambandsins) sem tekið hafa þátt í viðræðunum frá því þær hófust í desember 2015.

Athugasemdir

athugasemdir