Fjármálaráðherra Noregs boðar breyttar áherslur í málefnum innflytjenda

Siv Jenssen fjármálaráðherra Noregs.

Siv Jenssen fjármálaráðherra Noregs og leiðtogi Fremskrittspartiet hefur boðað breyttar áherslur í málefnum innflytjenda í landinu. Samkvæmt nýjum tillögum ráðherrans er gert ráð fyrir því að til þess að öðlast rétt til félagslegra bóta verði innflytjendur að læra norsku og að þeir sem ekki hafi lagt sig fram um að læra tungumálið eftir fimm ára veru í landinu verði sviptir félagslegum bótum. Þingkosningar fara fram í Noregi 11.september næstkomandi og er gert ráð fyrir því að tillögurnar verði meðal þeirra mála sem flokkur ráðherrans muni leggja áherslu á.

Athugasemdir

athugasemdir