Fjármunum og orku sóað í afgreiðslu hælisumsókna sem flestum er hafnað

Dr. Ólafur Ísleifsson.

Óskiljanlegt er að fjármunum og orku sé sóað í að afgreiða umsóknir hælisleitenda sem vitað sé fyrirfram að komi frá löndum sem ekki séu stríðshrjáð og uppfylli því ekki þau skilyrði sem þarf til þess að fá slíkar umsóknir samþykktar. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Dr. Ólafs Ísleifssonar í síðdegisútvarpinu í gær en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Ólafur bendir á að á meðan afgreiðsluferlinu standi séu hælisleitendurnir á framfæri skattgreiðenda og að svo virðist sem kjark skorti til þess að afgreiða slík mál með skjótari hætti eins og gert sé til dæmis í Noregi“ það hefur einhvernveginn gerst þannig að menn hafa ekki treyst sér til þess að afgreiða þessar umsóknir eins og vera ber með skjótum og öruggum hætti eins og til að mynda okkar góðu frændur og vinir í Noregi hafa gert með 48 klukkustunda reglunni„,segir Ólafur. Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan.

Athugasemdir

athugasemdir