Fjögurra saknað eftir jarðskjálfta og flóð á Grænlandi

Fjögurra einstaklinga er saknað eftir að flóðbylgja skall á bænum Nuugaatsiaq á Vesturströnd Grænlands í nótt. Flóðbylgjan kom i kjölfar jarðskjálfta af stærðinni 4,1 en unnið er að því að flytja íbúa bæjarins á brott, en þeim hafði verið ráðlagt eftir skjálftann að koma sér hærra upp í landið. þá eru 23 sagðir slasaðir eftir náttúruhamfarirnar og þá eru að minnsta kosti 11 hús ónýt. Grænlenska lögreglan hélt blaðamannafund nú í hádeginu en þar kom fram að staðfest sé að fjögurra manna sé saknað. Björgunaraðilar vinna nú að því að ná tökum á ástandinu og flytja íbúa á brott.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila