Fjölbýlishús reist á Ísafirði í fyrsta sinn í 14 ár

Fjölbýlishús mun rísa á Ísafirði í sumar en þetta er í fyrsta sinn í 14 ár sem hús af slíkri gerð er reist í bænum.  Gílsi Halldór Halldórsson bæjarstjóri tók fyrstu skóflustunguna að húsinu á dögunum við hátíðlega athöfn, enda ekki á hverjum degi sem ráðist er í slíkar framkvæmdir. Það vekur þó talsverða athygli að enn á eftir að bjóða út verkið, og hefur það vakið talsvert umtal meðal bæjarbúa, og telja margir að framkvæmdin sé einhvers konar kosningabrella. Gert er ráð fyrir að í húsinu verði 13 íbúðir og að húsið verði tilbúið frágengið í október á næsta ári.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila