Fjöldi flóttabarna hverfa í Svíþjóð

swedenÍ nýlegri samantekt yfirvalda innflytjendamála í Svíþjóð kemur fram að 560 flóttabörn hafa horfið í Svíþjóð það sem af er þessu ári án þess að yfirvöld hafi hugmynd um eða geti gert grein fyrir hvað hafi orðið um þau. Þetta er helmingi meiri fjöldi en 2015 en þá hurfu 288 börn. Samkvæmt tölum yfirvalda á málefnum innflytjenda í Svíþjóð hafa alls 1650 skráð flóttabörn horfið í Svíþjóð þar af eru um 600 sem teljast enn börn í dag. Þá kemur fram í tölfræði yfirvalda að samtals hafa 12.000 skráðir flóttamenn og hælisleitendur horfið í Svíþjóð.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila