Fjöldi svía greiðir lestarfargjöld með ígræddri örflögu

Rétt um 2000 svíar greiða nú fargjöld fyrir lestarferðir með sérstakri örflögu sem þeir hafa látið setja undir húðina á milli þumalfingurs og vísifingurs. Örflagan kemur þannig í staðinn fyrir hefðbundnari greiðsluleiðir, eins og greiðslukortin. Linja Edström sem þróar nýja kerfið hjá járnbrautarstöðvum sænska ríkisins segir að margir þeirra sem hafa prufað að gera tilraunir með slíkan greiðslumáta finnast hann vera yfirmáta góður. Hún telur þetta verði greiðslumáti framtíðarinnar, en örflögunni er komið fyrir með grófri sprautunál með líkum hætti og gert hefur verið við hunda og ketti um nokkurra ára skeið til þess að auðkenna dýrin, en nú sé í ríkara mæli nýtt af fólki sem vill nýta sér tæknina með þessum nýstárlega hætti.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila