Fjölmenni á stofnfundi Miðflokksins

Sigmundur Davíð var meðal þeirra sem tóku til máls á stofnfundi flokksins.

Fjölmenni var á stofnfundi Miðflokksins sem haldinn var í dag í Rúgbrauðsgerðinni. Á fundinum var meðal annars farið yfir þá stöðu sem uppi er í stjórnmálum landsins í dag og þau verkefni sem framundan eru. Þá áréttaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þá skoðun sína að ríkið eigi að nýta forkaupsrétt sinn að Arionbanka til þess að skapa betra tækifæri á að endurskipuleggja fjármálakerfi landsins Flokkurinn mun bjóða fram í öllum kjördæmum í komandi þingkosningum og eru framboðslistar flestir tilbúnir og munu verða kynntir á næstu dögum.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila