Fjölmörg börn verða fyrir barðinu á húsnæðisvandanum

Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins.

Það gleymist oft að húsnæðisvandinn getur bitnað hvað harðast á börnum þeirra foreldra sem eiga í húsnæðisvanda. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Vigdísar Hauksdóttur í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Í þættinum ræddi Vigdís meðal annars bæði vanda heimilislausra og húsnæðisvandann almennt sem hún segir fara stöðugt versnandi “ í dag er það einnig fullfrískt og vinnandi fólk sem glímir við þennan vanda að geta hreinlega ekki borgað af húsnæði og hvað þá leigu sem er gríðarlega há, venjulegt fólk er einfaldlega hætt að ráða við þetta ástand„,segir Vigdís.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila