Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir eldsvoða í sumarbústað í Grímsnesi

Fjórir voru fluttir á sjúkrahús vegna reykeitrunar eftir að eldur kom upp í sumarhúsi í Grímsnesi í nótt. Í tilkynningu frá lögreglu segir að fólkið hafi komið náð að koma sér út úr brennandi húsinu af sjálfsdáðum en fólkið hafði orðið eldsins vart eftir að það vaknaði við reykskynjara. Slökkviliðið í Árnessýslu kom á staðinn og gekk slökkvistarf nokkuð greiðlega þrátt fyrir mikinn eld. Fólkinu sem var í bústaðnum heilsast eftir atvikum vel en bústaðurinn er mikið skemmdur. Lögregla rannsakar eldsupptök.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila