Sjö í haldi eftir umfangsmiklar lögregluaðgerðir við Ægissíðu

Sjö menn eru í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir aðgerðir hennar við Ægisíðu í Reykjavík í morgun. Mikill viðbúnaður var á vettvangi enda mat lögregla það svo að ástæða væri til þess að taka tilkynningu sem henni barst alvarlega. Ekki hefur komið fram hvers eðlis tilkynningin var en þó er vitað að maður varð fyrir líkamsárás og flúði vettvang í leigubíl, þá hafa farið fram húsleitir á nokkrum stöðum í borginni vegna málsins. Í tilkynningu frá lögreglu segir að rannsókn málsins sé á frumstigi og því verði ekki veittar frekari upplýsingar að svo stöddu.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila