Fjórum sakborningum í Æsustaðamálinu sleppt úr haldi

Fjórum af þeim sex einstaklingum sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna manndrápsmálsins að Æsustöðum í Mosfellsdal hefur verið sleppt. Lokaskýrslur yfir þeim sem sleppt var fóru fram í dag en tveir sitja áfram í gæsluvarðhaldi og verða að öllum líkindum að minnsta kosti fram að þeim tíma sem gæsluvarðhaldsúrskurðurinn kveður á um. Fjórmenningarnir sem eru lausir úr haldi hafa þó enn stöðu sakborninga í málinu.

Athugasemdir

athugasemdir