Flestir styðja samningalausa útgöngu – aðeins London og Skotland vilja vera áfram í ESB án samnings

Skv. nýrri skoðanakönnun YouGov styður meirihluti Breta útgöngu úr Bretlandi án samnings við ESB. Aðeins London og Skotland vilja hætta við útgöngu ef enginn samningur liggur á borðinu. Skv. könnunni styðja 44% í öllu ríkinu útgöngu án samnings en 42% vilja vera áfram í ESB segir Daily Mail. Nær helmingur kjósenda eða 48% telur tíma til kominn að May taki pokann sinn og hætti sem forsætisráðherra en aðeins 31% vilja hafa hana áfram. Samtímis eru kjósendur á móti því að efnt verði til þingkosninga til að reyna að rjúfa læsingu þingsins. Helmingurinn er á móti en aðeins 29% því fylgjandi. Mikill munur er á afstöðu fólks eftir því hvort það vill Brexit eða ekki. 

Theresa May biður nú um frestun á Brexit fram til 30. júní n.k. Samþykki Bretar samning fyrir þann tíma ganga þeir út fyrr. Donald Tusk býður Bretum tólf mánaða ”sveigjanlega” útgöngu. May heldur áfram viðræðum við Verkamannaflokkinn um ”útgöngusamning” þvert á viðvaranir eigin flokksmanna um klofningu Íhaldsflokksins. Brexitsögunni er ekki lokið

Sjá nánar hér

 

.

 

Athugasemdir

athugasemdir

Deila