Fljótandi kjarnorkuver dregið frá Sankti Pétursborg til Síberíu

Kjarnorkuverið Akademik Lomonosov.

Verkfræðingar og þaulreyndir skipstjórar vinna að því þessi misserin að draga fljótandi kjarnorkuver frá Sankti Pétursborg við Kirjálabotn til Pevek í Síberíu. Kjarnorkuverið er engin smá smíði en það er um 145 metra langt, og 30 metrar og vegur 21,500 tonn. Gert er ráð fyrir að það taki við hlutverki Bilibino kjarnorkuversins í Pevek sem verður lagt niður á næsta ári. Í fyrsta áfanga ferðarinnar verður komið við í Múrmansk þar sem geislavirkum kjarnorkueldsneytisstöngum verður komið fyrir í kjarnorkuverinu áður en það heldur áfram til áfangastaðar. Færsla kjarnorkuversins er talsvert langt og strangt ferli þar sem gæta þarf fyllsta öryggis og er búist við að ferlið standi yfir fram á sumar á næsta ári þegar það nær áfangastað. Í ferðinni verður skipið meðal annars dregið um Finnska flóa, Eystrasalt, Stórabelti og svo umhverfis Skandinavíuskagann.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila