Flokksmönnum í Sjálfstæðisflokknum misboðið vegna vinnubragða forustu flokksins í orkupakkamálinu

Styrmir Gunnarsson.

Almennum flokksmönnum Sjálfstæðisflokksins er misboðið vegna þeirra vinnubragða sem forusta flokksins hefur viðhaft í orkupakkamálinu. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Styrmis Gunnarssonar fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Styrmir segir að kallað hafi verið eftir því að flokksforustan útskýrði skyndilega breytta afstöðu sína til málsins “ það sem við andstæðingar orkupakkans erum að segja er það nákvæmlega sama og Bjarni Benediktsson sagði fyrir rúmlega ári síðan og við skiljum ekki hvaða breyting hefur orðið á afstöðu forustu flokksins á þeim tíma, vegna þess að það er ekki nein sjáanleg skýring á þeirri breytingu og við fáum engar skýringar„,segir Styrmir. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila