Flokkur fólksins ætlar að standa vörð um landamæri landsins

magnusthMagnús Þór Hafsteinsson frambjóðandi Flokks fólksins segir flokkinn hafa skýra stefnu í utanríkismálum sem og málefnum útlendinga og komist flokkurinn til áhrifa muni hann standa vörð um landamæri Íslands. Magnús sem var gestur Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í dag segir að allt tal um afnám landamæra sé óábyrgt “ þjóðríki sem afsalar sér sínum landamærum er um leið búið að afsala sér sinni framtíð, þá er það ekki lengur þjóðríki, við erum með það alveg á hreinu í Flokki fólksins að við ætlum að standa vörð um landamæri landsins„,segir Magnús. Þá segir Magnús að stefnan í Evrópusambandsmálinu sé einnig skýr og flokkurinn sé alfarið á móti aðild að ESB, auk þess sem það sé stefna flokksins að ganga úr Shengen samstarfinu ef samstarfið torveldi á einhvern hátt landamæragæslu “ ef í því liggur að við þurfum að hafna Shengen samstarfiu þá gerum við það„,segir Magnús.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila