Flugvöllurinn ekki á förum úr Vatnsmýrinni

Jón Gunnarsson samgöngu og sveitarstjórarráðherra.

Engin ákvörðun hefur verið tekin um að flytja innanlandsflugið úr Vatnsmýrinni enda hafi ekki verið tekin ákvörðun um nýja staðsetningu þess. Þetta var meðal þess sem framkom í máli Jóns Gunnarssonar samgöngu og sveitarstjórnarráðherra í síðdegisútvarpinu í gær en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Jón segir að langt sé í land í málefnum flugvallarins áður en hægt verði að taka ákvörðun um hvort færa eigi innanlandsflugið “ þetta er bara staðan og í mínum huga er langt í land í þessu máli, í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar er gert ráð fyrir að meginflugbrautirnar loki árið 2022 og 2014, og það er fyrirvari af hálfu Skipulagsstofnunar við það aðalskipulag þannig að völlurinn er ekkert bundinn við þá niðurstöðu, þannig að hann er bara þarna og við þurfum bara að ræða það hvernig við getum leyst þetta en í mínum huga kemur ekki til greina að fara með innanlandsflugið til Keflavíkur„,segir Jón.

Athugasemdir

athugasemdir