„Fólk er farið að átta sig á misskiptingunni í samfélaginu“

Halldór Gunnarsson stjórnarmaður í Flokki fólksins og sóknarprestur í Holti.

Gott gengi Flokks fólksins í skoðanakönnunum má rekja til þess að fólk er farið að átta sig á þeirri misskiptingu sem viðgengst í íslensku samfélagi. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Halldórs Gunnarssonar stjórnarmanns í Flokki fólksins og sóknarprests í Holti í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Halldór segir misskiptinguna finnast mjög víða í samfélaginu og á mörgum sviðum “þegar fólk áttar sig á því hvernig er farið með það, gagnvart lífeyrissjóðunum, gagnvart því ófremdarástandi sem er hér í borginni í húsnæðismálum, gagnvart hækkunum á leigu og svo framvegis, þá fær fólk nóg“,segir Halldór. Aðspurður um þau ummæli sem fallið hafa um að Flokkur fólksins sé pópúlistaflokkur segir Halldór ” þessir stjórnmálaflokkar sem stjórna í dag eru pópúlistarnir, sem koma rétt fyrir kosningar og lofa öllu fögru en framfylgja engu“,segir Halldór.

Athugasemdir

athugasemdir