Forfeðurnir heiðraðir á Gásum í Eyjafirði

Á víkingaslóðum við Eyjafjörð.

Hátíðin Miðaldadagar stendur nú sem hæst á Gásum við Eyjafjörð. Á hátíðinni geta gestir og gangandi skyggnst aftur til víkingatímans og kynnt sér hvernig daglegu lífi víkinganna sem byggðu landið til forna var háttað. Hátíðin var fyrst haldin árið 2003 og hefur hátíðin sem haldin hefur verið árlega síðan átt miklum vinsældum að fagna, ekki síst meðal yngstu kynslóðarinnar sem oftar en ekki finnst mest spennandi að sjá heljarmenni berjast með spjótum sínum og sverðum. Þeir sem eldri eru eru forvitnari um hvernig lifnaðarhættir manna á víkingatímanum voru en meðal þess sem sjá má á hátíðinni er púðurgerð, áhaldasmíði, vinnsla matvæla frá fyrri tíð og klæðagerð. Þá eru einnig fjölmargir ferðamenn sem gera sér ferð á hátíðarsvæðið og fá þar einstakt tækifæri til þess að upplifa alíslenska fornmenningu.

Athugasemdir

athugasemdir