Forgangsverkefni að kanna hvað kostar í reynd að lifa

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir það eitt af forgangsverkefnum VR eftir að hann tók við formennsku að komast að því hvað það kostar í raun að lifa hér á landi svo hægt sé að setja fram framfærsluviðmið sem hægt sé að styðjast við. Ragnar sem var gestur Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar í morgunútvarpinu í morgun bendir á að ekki dugi að horfa á meðaltöl í þessu sambandi „að við förum að hugsa og taka tillit til raunstöðu fólks í samfélaginu en ekki einhverra meðaltala sem við vitum innst inni að eru bara blekkingar og ekki í neinu samræmi við það sem er raunverulega að gerast hjá fólki„,segir Ragnar.

 

Athugasemdir

athugasemdir