Foringi í Hjálpræðishernum segir rök borgaryfirvalda í lóðamálinu langsótt

Hjördís Kristinsdóttir foringi í Hjálpræðishernum.

Rök borgarinnar í lóðamálinu eru langsótt og standast illa skoðun, ef gæta á jafnræðis milli trúfélaga. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hjördísar Kristinsdóttur foringja hjá Hjálpræðishernum í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Hjördís segist hafa heyrt ýmisleg rök, meðal annars þau að Hjálpræðisherinn ætti nægt fé vegna sölunnar á Herkastalanum, og einnig þau rök að Hjálpræðisherinn væri ekki venjuleg kirkja og ætlunin væri að reisa hús sem ekki væri aðeins ætlað til tilbeiðslu ” heldur ætluðum við að hafa fjölþætta starfsemi í húsinu, sem er alveg rétt, en safnaðarheimili sem eru nánast við hverja kirkju eru auðvitað ekki tilbeiðsluhús í sjálfu sér, svo þetta er svolítið langsótt“,segir Hjördís.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila