Formaður Öryrkjabandalagsins kallar eftir lífskjarasamningi við lífeyrisþega

Þuríður Harpa Sigurðardóttir.

Það er óboðlegt hvernig öryrkjar hafa verið skildir eftir hvaö kjaramál þeirra varðar árum og áratugum saman. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Þuríðar Hörpu Sigurðardóttur formanns Öryrkjabandalags Íslands í þætti Markúsar Þórhallssonar í dag. Þuríður segir að öryrkjar upplifi sig vanrækta af hálfu stjórnvalda “ maður á bara eiginlega engin orð yfir þetta„. Þuríður segir að nokkur atriði í nýja lífskjarasamningnum gagnist öryrkjum, t,d skattalækkunartillögur, barnabætur og húsnæðismálaúrbætur “ það er þó engin hækkun á lífeyri, við höfum enga samningsstöðu, það væri eðlilegt að kjarasamningar og lífeyrismál fylgdust að enda hafa flestir lífeyrisþegar verið á vinnumarkaði, ég hlýt því að kalla eftir því að það verði einnig gerður lífskjarasamningur við lífeyrisþega„. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila