Formenn funda með forseta

Formenn þeirra stjórnmálaflokka sem fengu menn kjörna á Alþingi um helgina funda nú einn af öðrum með Guðna Th. forseta Íslands þar sem formennirnir freista þess að fá umboð til stjórnarmyndunar. Enn er óvíst hvenær forseti muni taka ákvörðun um hver fái umboðið en búast má við því að forseti muni upplýsa fjölmiðla nánar um stöðu mála í dag eða á morgun. Formenn nokkurra flokka hafa þegar rætt saman og kannað grundvöll til samstarfs en þeir hafa þó ekkert enn gefið upp opinberlega hvernig þær viðræður standa. Búist er við að fundarhöldum með formönnum flokkanna ljúki fyrir klukkan sex síðdegis.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila