Fórnarlömb skotárása í Stokkhólmi helmingi fleiri í ár en í fyrra

Helmingi fleiri hafa verið drepnir í skotárásum í Stokkhólmi í ár miðað við sama tíma í fyrra að sögn sænska útvarpsins. Alls hafa 12 verið myrtir í skotárásum fyrstu átta mánuði ársins en voru sex í fyrra. Þá hafa alls 24 einstaklingar særst í slíkum árásum í ár en í fyrra voru þeir 26. Skotárásir í Svíþjóð sem leiða til dauða eru 4-5 sinnum algengari en t.d. í Noregi eða Þýzkalandi. Í maí birti Dagens Nyheter rannsókn sem sýnir að einstaklingar sem eiga uppruna sinn að rekja til Miðausturlanda og Norður Afríku standa fyrir um 90% þeirra skotárása sem framdar eru í Svíþjóð. Þá birti Expressen rannsókn sem sýndi að af 192 glæpaklíkum í Svíþjóð áttu í yfir 90% þeirra rætur að rekja til Írak, Bosníu, Líbanon, Sómalíu, Sýrlandi og Tyrklandi.

Athugasemdir

athugasemdir