Fornleifafundur hefur ekki áhrif á fyrirhugað hafnarsvæði á Dysnesi

Fornleifafræðingur kannar skjaldarbólu sem fannst í bátskumli í Dysnesi.

Merkur fornleifafundur á Dysnesi í Eyjafirði mun ekki hafa áhrif á fyrirhugaða uppbyggingu hafnarsvæðis á svæðinu. Þetta er mat forsvarsmanna stjórnar hafnarsvæða Eyjafjarðar. Að sögn forsvarsmannanna er fornleifauppgröfturinn hluti af því ferli að kanna svæðið við Dysnes og klára þá undirbúningsvinnu sem til þarf áður en sótt er um framkvæmdaleyfi. Þá hafi verið ljóst að eitthvað myndi finnast við uppgröft á svæðinu þó að ekki hafi verið búist við að fornleifauppgröfturinn myndi leiða í ljós þær merku minjar sem í ljós hafa komið. Enn sem komið er hafa fáar fyrirspurnir komið frá hugsanlegum fjárfestum vegna fyrirhugaðrar hafnar en Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar ásamt fleiri félögum stofnuðu fyrirtæki sem ætlað er að markaðsetja svæðið með hliðsjón af mögulegri olíu og námuvinnslu á norðurslóðum.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila