Forsendur alþjóðahyggjunnar brostnar

Páll Vilhjálmsson bloggari og kennari.

Fólk er farið að átta sig á að alþjóðahyggjan er ekki að færa þeim velmegun eins og látið hefur verið liggja að hún myndi gera og því eiga þau öfl sem aðhyllast alþjóðahyggju erfitt uppdráttar. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Páls Vilhjálmssonar bloggara og kennara í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Páll segir að loforð um bættan hag vegna alþjóðahyggju ekki hafa staðist væntingar “ þessi hugmyndafræði um að alþjóðahyggja sem snerist um að opnun landamæra myndi gera öllum gott og þeir lægstu myndu græða brast, vegna þess að fólk á vesturlöndum, millitekjuhópar og þeir fyrir ofan áttuðu sig á að þetta var ekki að skila þeim betri lífskjörum og sjá nú fram á að afkomendur þeirra munu hafa verri kjör en þeir hafa, hin ´ástæðan er fjölmenningin sem er farin að keppa við millistéttina um húsnæði og félagslega aðstoð, þess vegna eru ríki eins og Danmörk farin að reyna að vinda ofan af þessu„,segir Páll.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila