Forstjóri Audi í haldi

Rupert Stadler forstjóri Audi

Rupert Stadler forstjóri þýska bílarisans Audi var handtekinn í morgun af þýsku lögreglunni grunaður um aðild að fölsunum á útblásturs útreikningum.
Þýska lögreglan segir að farið hafi verið í handtökur vegna málsins í þeim tilgangi að sönnunargögnum verði komið undan. Rannsókn lögregluyfirvalda á málinu er nokkuð umfangsmikil og er skammt á veg komin.
Málið hefur þegar haft neikvæð áhrif á hlutabréf í Volkswagen sem er móðurfélag Audi og búast má við enn frekari lækkunum.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila